Hrein og endurnýjanleg orka

Við hjá Zephyr álítum að Ísland og Norðurlöndin öll eigi mikla möguleika í þróun endurnýjanlegrar orku með sjálfbærni að leiðarljósi. Við vinnum að nýtingu mismunandi tegunda grænnar orku, en til þessa hafa verkefnin fyrst og fremst verið á sviði vindorku.

Verkefni

  • Öll verkefni
  • Norge (12)
  • Sverige (14)
  • Island (12)

Um Okkur

Orkuskipti framundan

Orkuskipti framundan

Norðurlöndin og heimurinn allur þarf að nýta meira af endurnýjanlegri orku til að ná markmiði um kolefnishlutlaust samfélag. Zephyr byggir upp endurnýjanlega raforkuframleiðslu sem stuðlar að grænum orkuskiptum.

Markmið okkar er að taka þátt í uppbyggingu Íslands og annarra Norðurlanda á vindorku bæði á landi og hafi, en einnig vinnur Zephyr að nýtingu sólarorku í Skandinavíu. Við trúum á endurnýjanlegar orkulausnir sem vinna vel saman og á Íslandi eru mikil tækifæri í samspili vindorku og vatnsafls.

Lestu meira