Um Zephyr

Endurnýjanlegt orkufyrirtæki í norskri eigu með norrænan metnað

Zephyr er norskt vindorkufyrirtæki með mikla reynslu í öllum þáttum vindorkuverkefna, allt frá fyrstu samtölum við landeigendur og sveitarfélög til verkefnaþróunar, fjármögnunar, framkvæmda og reksturs vindmylla.

Við trúum á endurnýjanlegar orkulausnir sem spila vel saman og þróum því einnig sólaorkuverkefni í Skandinavíu. Við erum nú með starfsemi í Noregi, Svíþjóð og á Íslandi og höfuðstöðvarnar eru í Sarpsborg í Østfold-fylki í Noregi.

Eigendur Zephyr eru norsku vatnsaflsfyrirtækin Østfold Energi, Vardar og Glitre Energi, sem framleiða nú alls um 5 TWst árlega. Að auki hefur Vardar starfrækt vindmyllugarða í Svíþjóð frá árinu 2012. Zephyr er ennþá tiltölulega lítið fyrirtæki, en hefur byggt upp mikla reynslu í þróun, uppbyggingu og rekstri vindmyllugarða. Fyrirtækið er í dag með um 700 MW í rekstri í Noregi og með um 5.000 MW í þróun og þ.á m. eru stór vindorkuverkefni á hafi úti.

Í Noregi hefur Zephyr þróað og leitt mörg vindorkuverkefni frá fyrstu hugmynd til fullkláraðra vindmyllugarða. Við höfum átt farsæl samskipti við fjölmarga öfluga samstarfsaðila, svo sem verkfræðifyrirtæki, vindmylluframleiðendur, fjárfesta, stóra raforkunotendur og margvísleg tækni- og þjónustufyrirtæki. Í okkar huga eru þó mikilvægust samskiptin við landeigendur og íbúana á nærliggjandi svæðum við verkefnin okkar.


Island


Noregur


Svíþjóð